Sveit Gulla Bessa sigraði Hraðsveitakeppni BK
föstudagur, 23. mars 2012
Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk í gærkvöldi þegar fjórða og síðasta lotan var spiluð. Sveit Guðlaugs Bessasonar fékk þriðja besta skor kvöldsins og hélt efsta sætinu nokkuð öruggglega en þeir sigruðu með 73 stiga mun. Hörð barátta var hinsvegar um annað sætið og stökk sveit Eiðs Júlíussonar úr sjötta sæti í það annað með besta skori kvöldsins, 622 stig sem gerir 57,6%.
Öll úrslit má sjá á heimasíðu BK
Næsta fimmtudag verður spilaður Páskatvímenningur með páskaeggjum í verðlaun. Allir velkomnir.