Karl og Gunnlaugur Tvímenningusmeistarar á suðurnesjum.
þriðjudagur, 6. mars 2012
Síðustu 4 kvöld hefur farið fram meistaratvímenningur á Suðunesjum. Þeir Karl G. Karlsson og Gunnlaugur Sævarsson áttu feikna gott síðasta kvöld og sigruðu þetta með yfirburðum. Þess má geta að Karl Hermannson spilaði eitt kvöld við Karl G. Úrslit mótsins má sjá á heimasíðu okkar.
Næstkomandi miðvikudag hefst 4 til 5 kvölda sveitarokk sem er okkar aðalsveitakeppni. Hvetjum alla til að koma og vera með í skemmtilegu móti.