Einstefna hjá Óla Þór og Arnóri á Suðurnesjum
miðvikudagur, 28. mars 2012
Fjórða kvöldið í sveitarokki var í kvöld miðvikudag og halda þeir Óli Þór Kjartansson og Arnór Ragnarsson áfram einstefnu sinni og fengu 77 IMPa í kvöld og eru langefstir með 190,3 IMPa. Næstir á eftir þeim eru þeir bræður Árni og Oddur Hannessynir með 121,5 IMPa.
Ný andlit hafa sést í þessu móti og er það mjög gaman að sjá. Það eru tvö kvöld eftir og gaman verður að sjá hvort þeir félagar halda áfram að strauja í átt að sigri.