Björn og Þórður enn efstir í Kópavogi
fimmtudagur, 16. febrúar 2012
Þriðja kvöldið af fjórum í Aðalvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað nú í kvöld. Heimir Þór Tryggvason og Árni Már Björnsson fengu besta skor kvöldsins með 330 stig eða 66%. Öðru sæti náðu Guðlaugur Bessason og Jón Steinar Ingólfsson með 63% sem fleytti þeim upp í annað sætið samanlagt. Þórður Jónsson og Björn Jónsson eru hinsvegar enn í toppsætinu með 60,5% skor samanlagt og verða að teljast líklegir til sigurs þegar fjórða og síðasta kvöldið fer fram næsta fimmtudag.
Öll úrslit og stöðu má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs