Aðalsveitakeppni BR - Utanlandsferð í 1. verðlaun
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur hefst n.k. þriðjudag 28. febrúar. Skráning er hafin og má senda póst á br@bridge.is eða hringja í Rúnar í síma 820-4595. Endilega skrá sig tímanlega þannig að hægt sé að skipuleggja mótið (þarf að panta spilagjöf fyrirfram og ýmislegt fleira).
Spilaðir verða tveir 16 spila leikir á kvöldi, 6 þriðjudagskvöld og alls 12 umferðir. Monrad raðað fyrir hverja umferð. Að sjálfsögðu reiknaður butler og running skor má nálgast á hverju kvöldi, fyrir þá sem sitja heima.
Sigurvegari í aðalsveitakeppni BR fær síðan flugfargjald fyrir 4 spilara (fram og til baka) á sænska Bridgefestivalið 2012 sem verður haldið í Örebro í ágúst ásamt því að keppnisgjaldi í sveitakeppni mótsins.
Að sjálfsögðu verða líka verðlaun fyrir 2 og 3 sæti, ásamt því að besta parið í butler samanburðinum fær sérstök aukaverðlaun.
Kveðja, Stjórnin.