Jörundur og félagar efstir í Janúar-Monrad BK
föstudagur, 13. janúar 2012
Jörundur Þórðarson tók forystuna í Janúar-Monrad Bridgefélags Kóopavogs í gærkvöldi. Hann hefur stuðst við þrjá makkera fyrstu tvö kvöldin en faðir hans Þórður Jörundsson studdist hinsvegar við tvær hækjur þegar hann gekk í salinn í gærkvöldi en spilaði engu að síður eins og herforingi. Þeir feðgar hafa samanlagt 119,4% úr kvöldunum tveimur en Sigurður Sigurjónsson og Ragnar Björnsson eru aðrir með 117,6% og góða forystu á þriðja sætið. Öll úrslit og heildarstöðu má sjá hérna.