Selfyssingar unnu Hafnfirðinga
Föstudaginn 2. desember sl. komu félagar úr Bridgefélagi Hafnarfjarðar í heimsókn til Bridgefélags Selfoss og öttu kappi í hinni árlegu bæjarkeppni félaganna. Þetta var í 66. skipti sem þessi árlega bæjarkeppni fór fram, og hefur hún aldrei fallið niður frá því að hún hófst árið 1945.
Að þessu sinni sem oftar var keppt á 6 borðum og voru Hafnfirðingar yfir á öllum borðum nema einu í hálfleik. Selfyssingar sneru síðan taflinu við í seinni hálfleik, og þegar upp var staðið þá unnu Selfyssingar með 92 stigum gegn 88.
Þar sem Selfyssingar unnu síðasta bikar til eignar á síðasta ári, þá var að þessu sinni var keppt um nýjan farandbikar sem Tölvustoð í Hafnarfirði gaf til keppninnar. Reglurnar um þennan nýja bikar eru þannig að hann verður í umferð þar til annað hvort félagið hefur unnið hann þrjú ár í röð.
Spilin úr keppninni má finna á þessari slóð.