Gylfi og Helgi Akureyrarmeistarar í tvímenning!

miðvikudagur, 7. desember 2011

Hart var sótt að Gylfa og Helga síðasta kvöldið en þeir héldu forystu og eru því Akureyrarmeistarar í tvímenningi 2011.

Jafnt var í 2. - 3. svo silfrið réðst á innbyrðis viðureignum.

Esftu pör 4. kvöldið:

1. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason 59,3%

2. Grétar Örlygsson - Ragnheiður Haraldsdóttir 58,9%

3. Hermann Huijbens - Jón Sverrisson 56,7%

 Lokastaðan í Akureyrarmótinu:

1. Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson 55,0%

2. Pétur Gíslason - Pétur Guðjónsson - Sigurbjörn Harladsson 54,5%

3. Reynir Helgason - Frímann Stefánsson 54,5%

Næsta mót er hið vinsæla Hangikjötsmót Norðlenska en það er tvö kvöld þó nóg sé að mæta annað kvöldið þar sem betra skor gildir.

Að lokum er bent á að nýjasta tölublað Bridgeblaðsins má nálgast í lausasölu á Akureyri í bensínstöð N1 við Hörgárbraut þó auðvitað sé mælt með því að gerast áskrifandi að því ágæta blaði

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar