Höskuldur Gunnarsson einmenningsmeistari Suðurlands
laugardagur, 12. nóvember 2011
Laugardaginn 12. nóvember var haldið í fyrsta sinn Suðurlandsmótið í einmenning. Til leiks í mótið mættu 16 spilarar og spiluðu allir við alla 3 spil á milli, eða alls 45 spil. Suðurlandsmeistari í einmenning árið 2011 er Höskuldur Gunnarsson, en hann endaði með +25 eða 59,3% skor. Í öðru sæti varð Anton Hartmannsson með +21 og jöfn í 3. - 4. sæti urðu Kristján Már Gunnarsson og Hulda Hjálmarsdóttir með +15. Þar sem þau urðu jöfn og ekki var unnt að skera úr um hvort þeirra var ofar, þá drógu þau spil. Kristján dró hærra spilið og hlaut því bronsverðlaunin. Lokastaðan og öll úrslit eru á þessari síðu.