Erla og Guðni unnu með 0,1 prósenti í Kópavogi
fimmtudagur, 6. október 2011
Lokið er fyrstu keppni vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs. Þar var spilaður þriggja kvölda Monrad-barómeter. Samanlögð prósentuskor kvöldanna þriggja gilti til verðlauna. Guðni Ingvarsson og Erla Sigurjónsdóttir/Óli Björn Gunnarsson enduðu með 164,3% alls en Kristján B Snorrason og Hjálmar S Pálsson fengu 164,2% alls. Á lokakvöldinu urðu hinsvegar Þorsteinn Berg og Jón Steinar Ingólfsson efstir með 56,4%. Öll úrslit má sjá á Heimasíðu BK