Bermúda fyrirlestur & afmæliskaffi

mánudagur, 10. október 2011

Á morgun 11. október 2011 eru liðin 20 ár síðan að Ísland vann Bermúda skálina eftir æsispennandi úrslitaleik við Pólverja. Í tilefni tímamótanna verður BSÍ og Bridgefélag Reykjavíkur með afmæliskaffi og fyrirlestur í húsakynnum BSÍ að Síðumúla 37 kl. 18.00 í dag.  Björn Eysteinsson landsliðsfyrirliði mun halda fyrirlestur og fjalla um sigurinn 1991 og rifja upp skemmtilegar sögur frá Yokohama og bera hann saman við undirbúningin í dag.  Eins og allir vita þá hefst Bermuda skálin í Veldhoven í Hollandi og er Ísland meðal þáttakanda í annað sinn.

Að loknum fyrirlestri verður gestum boðið upp á afmælisveitingar í boði Bridgfélags Reykjavíkur og BSÍ.  Allir velkomnir.


Kveðja, stjórn BR

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar