Bermúda Bowl hraðsveitakeppni

mánudagur, 3. október 2011
Minnum alla á að hraðsveitakeppni BR, svokölluð "Mini Bermúda Bowl" byrjar á morgun þriðjudaginn 4. október. Fyrirkomulagið er venjuleg hraðsveitakeppni. Til að gera mótið skemmtilegra þá muna allar sveitir fá úthlutað nöfnum landa sem spila á Bermúda Bowl núna í haust (eða nöfn landa sem hafa spilað á BB ef þátttaka fer fram úr áætlun).
Tveimur sveitum er boðið af stjórn BR að taka þátt í þessu móti, en það eru hluti af íslenska landsliðinu sem varð heimsmeistari fyrir 20 árum og hluti af kvennalandsliðinu sem varð Norðurlandameistari á svipuðum tíma.
Fyrir Ísland keppa: Örn Arnþórsson, Guðlaugur R. Jóhannesson, Guðmundur Páll Arnarson og Ásmundur Pálsson. Fyrir Ísland konur keppa: Anna Þóra Jónsdóttir, Esther Jakobsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir og Hjördís Sigurjónsdóttir.
Svo viljum við minna á að þann 11. október verða liðin 20 ár síðan Ísland vann Bermúda Bowl. Af því tilefni verður BR með fyrirlestur kl. 18:00, áður en spilamennska hefst. Björn Eysteinsson landsliðsfyrirliði verður með erindi og fjallar um landsliðið, undirbúninginn fyrir BB 2011 og rifjar upp gamla frægðarför til Japans. Boðið verður uppá afmælisveitingar að loknum fyrirlestri.
Stjórn BR hvetur ALLA áhugasama um bridge til að mæta.
Hægt er að skrá sig á br@bridge.is

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar