Landsmót UMFÍ

miðvikudagur, 1. júní 2011

Kæru félagar mig langar  að kynna fyrir ykkur Landsmót UMFÍ 50 +  Vil ég benda á að keppt verður bridds á mótinu

Landsmót UMFÍ 50 + verður haldið á Hvammstanga helgina 24. - 26. júní. UMFÍ hefur haldið fjölmörg Landsmót í gegnum tíðina. Nú er kominn tími til að þeir sem eru 50 ára og eldri fáið að njóta sín á Landsmóti. Aldrei áður hefur verið haldið Landsmót fyrir 50 ára og eldri því er um stórviðburð að ræða.  

Mótið er fjölskylduhátíð með fjölbreyttri dagskrá aðal áhersla er lögð á gleði og hafa gaman. Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða fyrirlestrar og sýningahópar. Allir, jafnt ungir sem eldri, eiga að finna eitthvað við sitt hæfi þessa helgi sem mótið fer fram.

Framkvæmd mótsins verður í höndum Ungmennafélags Íslands og USVH í samstarfi við sveitarfélagið Húnaþing vestra. Aðrir samstarfsaðilar að mótinu eru Félag áhuga fólks um íþróttir aldraðra og Landssamband eldri borgara.

Á landsmótsfundi á Hvammstanga í gærkvöldi var ákveðið að þátttökugjald á Landsmót UMFÍ 50 + sé 3000 þúsund krónur. Þátttakendur greiða þar með eitt gjald óháð fjölda greina sem keppt verður í. Innifalið í gjaldinu er frí á tjaldsvæðið í Kirkjuhvammi á Hvammstanga þessa helgi og frítt á alla viðburði sem verða í gangi í tengslum við mótið kvöldvaka á föstudagskvöldið og laugadagskvöldið.  


Keppnisgreinar á mótinu verða : Línudans,Blak, Bridds, Boccia, Badminton, Frjálsar íþróttir, Fjallaskokk, Hestaíþróttir, Golf, Pútt, Skák, Sund, þríþraut.

Aðstaða á Hvammstanga til íþróttaiðkana er góð.  Húnaþing vestra rekur íþróttamiðstöð á Hvammstanga. Íþróttahús var byggt við búningsaðstöðu og sundlaug á árunum 2001 og 2002. Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra var svo formlega opnuð þann 4. september 2002. Þá er þar risin glæsileg reiðhöll.

Frekari upplýsingar um mótið er að finna á  http://www.landsmotumfi50.is/

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar