Sveinn og Hjálmar með nauma forystu í Kópavogi
föstudagur, 8. apríl 2011
í gærkvöldi var spilað annað kvöldið af þremur í Monradbarómeter hjá Bridgefélagi Kópavogs. Hjálmar S Pálsson og Sveinn Þorvaldsson náðu forystunni af Heimi og Árna Má en þeir eru aðeins rúmu prósenti á eftir.Baráttan verður örugglega hörð á lokakvöldinu sem fer fram þann 14 apríl. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.