Suðurlandsmótið í tvímenning: Brynjólfur og Helgi meistarar
laugardagur, 9. apríl 2011
Suðurlandsmótið í tvímenning 2011 var haldið í Tryggvaskála 9. apríl. Til leiks mættu 18 pör og voru spiluð 3 spil á milli para, alls 51 spil. Suðurlandsmeistarar urðu Brynjólfur Gestsson og Helgi Hermannsson með 62,0 % skor. Í öðru sæti urðu Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson með 61,6 % skor og í þriðja sæti urðu Páll Þórsson og Sverrir Þórisson með 57,3 % skor.
Öll úrslit og loka stöðuna má sjá á þessari síðu.