Tvær efstu héldu sínu striki í Kópavogi
föstudagur, 18. mars 2011
Þriðja kvöldið af fjórum í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í gærgvöldi. Sveitir Ingvaldar og Hjálmars héldu sínu striki en höfðu þó sætaskipti á toppnum. Sveit Þórðar Jörunds náði besta skori kvöldsins; 537 stig en miðlungur er 486. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs