Bridgefélag Selfoss: Sveit Antons vann sveitakeppnina
mánudagur, 7. mars 2011
Aðalsveitakeppninni lauk 3. mars sl. Sveit Antons vann keppnina, en með Antoni Hartmannssyni spiluðu Pétur Hartmannsson, Kjartan Jóhannsson og Sigfinnur Snorrason. Kjartan og Sigfinnur unnu síðan butlerinn.
Lokastöðuna, töfluna í mótinu og butlerinn má sjá á þessari síðu.
Næsta mót verður 3 kvölda tvímenningur, Íslandsbankatvímenningurinn, sem spilaður verður 10., 17. og 31. mars. Skráning í mótið er á þessari síðu.