Dagur og Bjarki unnu butlertvímenninginn á suðurnesjum og fá út að borða á Dinnerinn!

fimmtudagur, 17. febrúar 2011

Fimmta og síðast kvöldið í Butlertvímenningi á suðurnesjum lauk í gær. Eftir 150 spil þá stóðu Dagur Ingimundarson og Bjarki Dagsson uppi sem sigurvegarar mótsins með 199 impa. Í öðru sæti komu þeir Garðar og Gulli með 169 impa.

Dinnerinn í Krossmóa gaf glæsileg verðlaun fyrir tvö efstu pörin og fá þau út að borða. Við þökkum þeim kærlega fyrir og hvetjum við alla að fá sér að borða hjá þeim, maturinn þar er frábær.

 Næstu 3 kvöld verður þriggja kvölda tvímenningur þar sem tvö kvöld telja. Enn úrslit má finna hér.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar