Bridgefélag Rangæinga (30)
Hér koma úrslitin úr jólamóti okkar Rangæinga sem haldið var í golfskálanum á Strönd 15.01. Mótið tókst í alla staði afar vel. Strönd er frábær spilastaður og viðurgjörningur Kötu veitingastjóra, eins og best verður á kosið. Þá á Ólafur Steinason skilið bestu þakkir fyrir sitt framlag en hann sá um bridgemate búnaðinn. Verðlaunin voru svo gefin af Kaupás (Kjarval, Nóatún o.fl. búðir), Sláturfélagi Suðurlans og MS. Við færum þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn.
Þumalputtaregla hvað úrslit varðar var sú að eftir því sem menn komu lengra að, því betur gekk. Þó er vert að nefna árangur nýliðanna okkar, sem stóðu sig afar vel og skutu fjórum pörum aftur fyrir sig á þessu móti sem verður að teljast með þeim sterkari sem spiluð eru austan Þjórsár. Vel gert drengir og munum að æfingin skapar meistarann.