Sveit Eðvarðs þarf sjö stig til að sigra í Kópavogi
föstudagur, 3. desember 2010
Sveit Eðvarðs Hallgrímssonar þarf nú aðeins sjö stig í síðustu umferð til að sigra í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs. Sveit Baldurs Bjartmarssonar hefur tryggt sér annað sætið en þeir sitja yfir í síðustu umferð næsta fimmtudag. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.