Samstarf hjá Miðvikudagsklúbbnum og Muninn
föstudagur, 3. desember 2010
Næstkomandi miðvikudag ætla Miðvikudagsklúbburinn og Bridgefélögin á Suðurnesjum að halda Eins kvölds tvímenning sem aldrei svo vitað sé verið haldinn áður. Félögin ætla að halda sameiginlegt mót þar sem sömu spil verða spiluð á báðum stöðum og úrslit af suðurnesjum send strax og leik líkur til Reykjavíkur og þau sett inn í eitt sameiginleg mót. Þetta hefur aldrei verið gert á Íslandi svo vitað sé svo ég hvet alla bæði í reykjavík og á Suðurnesjum að mæta næsta miðvikudag og taka þátt í þessu skemmtilega kvöldi.