Miðvikudagsklúbburinn: Erla og Guðni efst með 64,9%
Erla Sigurjónsdóttir og Guðni Ingvarsson unnu einskvöldstvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum miðvikudaginn 15. desember. Þau fengu 64.9% og voru töluvert á undan 2. sætinu sem féll í skautið á Guðnýu Guðjónsdóttur og Hrafnhildi Skúladóttur. Í 3ja sæti voru síðan þau Halldóra Magnúsdóttir og Þórir Sigursteinsson.
Miðvikudagsklúbburinn og Bridgefélagið Muninn spiluðu sömu spilin og þegar öll úrslit voru sett saman þá voru Erla og Guðni efst með 63,8%. Í 2. sæti voru Garðar Þór Garðarsson og Þorgeir Ver Halldórsson með 59.9%.
Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins
Miðvikudaginn 22. desember verður jólakvöld félagsins. Þá verður spilaður einskvölds tvímenningur með fjölda af aukaverðlaunum í tilefni jólanna.