Hrólfur Hjaltason og Kristján Blöndal unnu Jólamót Bf. Hafnarfjarðar
miðvikudagur, 29. desember 2010
Hrólfur Hjaltason og Kristján Blöndal voru efstir af 81 pörum sem tóku þátt í Jólamóti Bridgefélags Hafnarfjarðar. Þeir voru með 61.7% skor. Í öðru sæti voru feðgarnir Karl Sigurhjartarson og Snorri Karlsson með 59,1% og í þriðja sæti voru Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni Einarsson með 59,0%.
Veitt voru verðlaun fyrir efstu 5 sætin auk þess sem veitt voru fjöldi aukaverðlauna.