Helgi Grétar jólameistari Briddsfélags Selfoss
föstudagur, 17. desember 2010
Helgi Grétar Helgason sigraði jólaeinmenning Briddsfélags Selfoss að þessu sinni. Hlaut hann að launum ljúfengt hangikjötslæri frá Krás Kjötvinnslu. Á eftir honum komu þeir Guðmundur Þór í öðru og Össur í því þriðja.
Þetta var síðasta mót félagsins á þessu ári. Spilamennska hefst aftur FÖSTUDAGINN 7. JANÚAR með HSK móti í tvímenning. Það er silfurstigamót og hefst spilamennska kl 18:00
Gleðileg jól og farsælt komandi briddsár