Eðvarð og félagar Kópavogsmeistarar
föstudagur, 10. desember 2010
Sveit Eðvarðs Hallgrímssonar sigraði nokkuð örugglega í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs sem lauk í gærkvöldi. Þeir sigruðu sveit Vina í síðustu umferð nokkuð örugglega og fengu 16 stigum meira en sveit Baldurs Bjartmarssonar sem varð í öðru sæti. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.