Bridgefélag Rangæinga (27)
Jólabarómeter (Landsbankabarómeter)
Það er ekki hægt að segja annað um okkur Rangæinga en að gestrisnin sé ávalt höfð í fyrirrúmi. Síðastliðið þriðjudagskvöld varð engin undantekning frá reglunni. Meira að segja meistarar fyrri áratuga (hér er átt við Torfa og Sigga) tóku þátt í að leyfa þeim virtu gestum, sem sýndu félagsmönnum þann heiður að eyða með þeim einni kvöldstund, að vera eins ofarlega og mögulegt var. Án þess þó að beita brögðum auðvitað. Úrslitin urðu þau að Helgi og Billi (gestir) urðu í 1. sæti og Össi og Kalli (gestir) urðu í því 3. Eitthvað sáu meistarar okkar eftir öllu saman og nældu því í 2. sætið þegar líða tók að lokum. Úrslit má sjá hér.
Skemmtilegt kvöld og önn að baki. Bridgefélag Rangæinga óskar ykkur og fjölskyldum ykkar, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Stjórn Bridgefélagsins þakkar ykkur skemmtilegar samverustundir við spilaborðið á árinu og hlökkum til að hitta ykkur á nýju ári!
Örlitlar breytingar verða á áður auglýstri
dagskrá:
Jólamótið okkar verður með seinni skipunum þetta árið og
verður allt á því páskamót. Til stóð að halda það
laugardaginn 8. janúar en því hefur nú verið frestað til
laugardaginn 15. janúar. Ástæðan er
tvíþætt. Annars vegar verður HSK tvímenningurinn
spilaður á Selfossi föstudagskvöldið 7. janúar og hins vegar er
löng hefð orðin fyrir Bridgehátíð Vesturlands í Borgarnesi þessa
helgi og býst ég við að einhverjir, sem annars kæmu til okkar, muni
sækja það mót.