Aðalsveitakeppni B. Hafnarfjarðar
þriðjudagur, 14. desember 2010
Sveit GSE fór á kostum á öðru kvöldi aðalsveitakeppni
Bridgefélags Hafnarfjarðar og vann báða sína leiki 25-0! Elstu menn
muna ekki hvenær þetta gerðist síðast!
Sveitin hefur nú góða forystu eftir 4 leiki en nóg er eftir af
mótinu og margar sveitir sem vilja sigra þá eftir þetta! Næsta
mánudag verður spilaður jólatvímenningur og aðalsveitakeppnin
heldur svo áfram 10.janúar þar sem sveit Miðvikudagsklúbbsins er í
yfirsetu í fyrsta leik.
Minnt er á jólamótið 28.
desember!