Sveitakeppni að hefjast í Kópavogi
miðvikudagur, 3. nóvember 2010
Á morgun, fimmtudaginn fjórða nóvember hefst aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs. Spilað er í félagsheimili eldri borgara, Gjábakka, Fannborg 8, á bak við Landsbankann sem stendur á brúnni yfir Hafnarfjarðarveginn.
Spilamennska hefst kl. 19:00 og er næganlegt að mæta snemma og skrá sveit eða hringja í Þórð í síma 862-1794. Nýjir félagar velkomnir. Pör sem vantar meðpar í sveit endilega hafið samband einnig.