Miðvikudagsklúbburinn: 141 spilarar hafa spilað í vetur í klúbbnum!
miðvikudagur, 17. nóvember 2010
Miðvikudagsklúbburinn hefur spilað 9 sinnum það sem af er vetri og hafa 141 spilarar tekið þátt í spilamennku. Hægt er að fylgjast með þessu á heimasíðu félagsins auk þess sem hægt er að skoða "lifandi úrslit" á hverju kvöldi fyrir sig.
Miðvikudagsklúbburinn ítrekar að allir spilarar eru velkomnir og er reynt að taka sérstaklega vel á móti spilurum með litla eða enga reynslu.