Líf og fjör í Kópavogi
föstudagur, 26. nóvember 2010
Nú fer að líða að lokum Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs. Þegar þrjár umferðir eru eftir hafa sveitir Eðvarðs, Vina og Baldurs skorið sig nokkuð frá hinum en fjórtán stigum munar á þriðja og fjórða sætinu. Öll úrslit og butlerútreikning má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.