Ingimar Sumarliðason og Sigurður Davíðsson unnu þriðja kvöld af fjórum.
fimmtudagur, 11. nóvember 2010
Þriðja kvöld af fjórum í hausttvímenningi á suðunesjum fór fram 10. nóv og stóðu Sigurður Davíðsson og Ingimar Sumarliðason uppi sem sigurvegarar kvöldsins með 60,5% en ekki langt undan komu þeir Garðar Garðarsson og Svavar Jenssen með 59,3%. Mikil spenna er í mótinu og ekki nema 1,7% á milli þriggja efstu para. öll spil og stöðu í mótinu má sjá á heimasíðu okkar.