Bridgefélag Rangæinga (24)
Nú er 5 kvölda Bryti (e. Buttler) hafin hjá félaginu. Þegar hafa tvö kvöld liðið hjá og því töluverð spenna hlaupinn í mannskapinn. Úrslit fyrsta-kvöldsins urðu þau að Siggi og Torfi mörðu sigur með 67 stig en annað sætið náði 63. Síðasta þriðjudag var svo leikinn annar í Bryta og það er skemmtilegast frá því að segja að 2. bekkur nýliða náði þeim frábæra árangri að enda í 2. sæti eftir kvöldið. Frábær árangur og til hamingju með þetta Diddi og Tommi! En önnur úrslit þetta kvöld urðu þau að Óskar og Guðmundur náðu öruggum sigri með 50 stig eða 21 stiga forskot á næstu menn. En í samanlögðu eru það frænd-/bræðurnir Torfi/Ægir/Ævar sem leiða Brytann. Nánari úrslit má sjá hér.