Vetrarstarf B.A. að hefjast
Bridgefélag Akureyrar er að hefja vetrarstarf sitt og kætast margir yfir því. Fyrsta mótið er tveggja kvölda tvímenningur: Startmót Sjóvá en það mun fara fram þriðjudagana 21. og 28.september. Spilað er í Lionssalnum Skipagötu 14 og hefst spilamennska kl 19:30. Nóg er að mæta tímanlega og skrá sig á staðnum.
Mæting hefur farið sífellt batnandi eftir því sem liðið hefur á sumarið en hér er lokastaða efstu para undanfarin kvöld:
14.sept:
1. Jón Sverrisson - Una Sveinsdóttir 63,3%
2. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason 58,9%
3.-4. Örlygur Örlygsson - Grétar Örlygsson 55,2%
3.-4. Elsa Baldvinsdóttir - Baldvin Ólafsson 55,2%
7.sept:
1. Pétur Guðjónsson - Anton Haraldsson 61,1%
2. -3. Stefán Sveinbjörnsson - Stefán Vilhjálmsson 54,4%
2.-3. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason 54,4%
4. Helga Halldórsdóttir - Ása Jónsdóttir 53,3%
31.ágúst
1. Pétur Guðjónsson - Anton Haraldsson 64,8%
2. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason 61,5%
3. Helga Halldórsdóttir - Steinar Baldursson 56,3%
4. Gissur Jónasson - Þórhallur Hermannsson 55,9%
Nánari úrslit má sjá á Heimasíðu sumarbridge B.A.