Sumarbridge: 40 pör mættu til leiks í Sumarbridge!
þriðjudagur, 7. september 2010
Miðvikudaginn 6. september var sett þátttökumet í sumar.40 pör mættu til leiks og var baráttan mikil um efstu sætin. Gunnlaugur Sævarsson og Garðar Garðarsson stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar með +113,2 stig sem jafngildir 60,6%. Í öðru sæti voru Dröfn Guðmundsdóttir og Ásgeir Ásbjörnsson með +111,4 stig og í 3.sæti voru Björn Friðriksson og Unnar Atli Guðmundsson með +106,4 stig.