Miðvikudagsklúbburinn: Garðar Valur og Unnar Atli unnu!
miðvikudagur, 15. september 2010
Garðar Valur Jónsson og Unnar Atli Guðmundsson unnu 20 para tvímenning á fyrsta spilakvöldi Miðvikudagsklúbbsins í vetur. Þeir voru 1 stigi fyrir ofan Ásmund Örnólfsson og Pál Ágúst Jónsson. Garðar og Unnar unnu sér inn gjafabréf á veitingastaðinn Þrjá frakka hjá Úlfari.
Næstu 3 kvöld verður gjafabréf á Þrjá frakka hjá Úlfari í verðlaun fyrir efsta sætið!