Bf. Hafnarfjarðar: Rúnar og Skúli óstöðvandi á 1. kvöldi A.Hansen tvímenningsins
mánudagur, 27. september 2010
Rúnar Einarsson og Skúli Skúlason eru langefstir eftir 1. kvöld af 3 í A.Hansen tvímenningi Bridgefélags Hafnarfjarðar. Þeir eru með +111 sem jafngildir 68% skor. Næstir eru Guðlaugur Bessason og Sigurður Sigurjónsson með +46 og í 3. sæti eru Sverrir Þórisson og María Haraldsdóttir með +43.