Sumarbridge: Ómar og Hjálmar efstir af 26 pörum með 64,7%
mánudagur, 16. ágúst 2010
Hjálmar Pálsson og Ómar Jónsson unnu 26 para tvímenning með 64,7%. Næstar voru Guðrún Jóhannesdóttir og Arngunnur Jónsdóttir með 62,2% og þriðju voru Jón Ingþórsson og Hermann Friðriksson með 61,9%.