Úrslit í Suðurlandsmótinu í tvímenning
Suðurlandsmótið í tvímenning árið 2010 var spilað laugardaginn 17. apríl sl. Spilað var í Tryggvaskála á Selfossi, til leiks mættu 14 pör og spiluðu 4 spil á milli para, alls 52 spil. Keppnisstjóri var Guðmundur Þór Gunnarsson.
Suðurlandsmeistarar í tvímenning árið 2010 urðu Gísli Þórarinsson og Þórður Sigurðsson með 56,9% skor. Í öðru sæti rétt á eftir þeim urðu Sverrir Þórisson og Björn Friðriksson með 56,6% skor. Í þriðja sæti urðu síðan Garðar Garðarsson og Gunnar L. Þórðarson með 55,4% skor. Lokastöðuna má finna á þessari síðu. Fyrri hluta af spilum og tíðnitöflum (32 spil) er að finna hér og seinni hlutann (20 spil) er að finna á þessari síðu.