Þriggja kvölda vor tvímenningur í Kópavogi
miðvikudagur, 7. apríl 2010
Þriggja kvölda vor tvímenningur með monrad sniði hefst í Kópavogi fimmtudaginn 8. apríl. Spilað verður 8. 15. og 29. apríl en þann 22. apríl er sumardagurinn fyrsti og þá verður ekki spilað. Síðasta spilakvöld félagsins verður síðan í framhaldi af aðalfundi félagsins 6. maí.
Við hvetjum alla áhugasama spilara til að mæta og taka þátt í þessari vor tvímenningskeppni félagsins. Spilað er í félagsheimilinu Gjábakka í Fannborginni í Kópavogi. Spilamennska hefst klukkan 19.00