Bridgefélag Rangæinga – Páskamót
þriðjudagur, 6. apríl 2010
Krappabarómeter 30.3.2010, eins og nafnið gefur til kynna er það fyrirtækið Krappi sem gefur verðlaunin í þetta mót. Veitt eru verðlaun fyrir 1-3 sæti ásamt neðsta og "Tottenham" sætinu sem gárungarnir vilja meina að sé næsta fyrir ofan miðju. Þeir félagar Sigurður og Villi P. komu sáu og sigruðu næsta örugglega með skor uppá 232 stig og 74,36%. Næstu menn eru það langt á eftir að þeir hverfa í öskufallið. Gaman er að geta þess að nokkuð var um góða gesti þar sem vinir okkar og nágrannar frá Selfossi lögðu land undir fót og komu við í kaffi og spil. Nánari úrslit má sjá hér.