Hraðsveitakeppni BK
Fimmtudaginn 11.mars var spilað annað kvöldið í hraðsveitarkeppni Bridgefélag Kópavogs.
Riddararnir áttu gott kvöld og skoruðu vel. Með þessu fína kvöldi hjá þeim náðu þeir ágætri forystu.
Úrslit kvöldsins urðu þessi.
Meðalskor er 576
1. Riddararnir 673 stig
2. Vinir 639 stig
3. Miðvikudagsklubburinn 622 stig
Staðan er því þessi.
1. Riddararnir 1293 stig
2. Vinir 1259 stig
3. Miðvikudagsklubburinn 1246 stig
Fimmtudaginn 18. mars heldur keppnin áfram.
Spilarar eru hvattir til að mæta tímanlega. Spilað er í félagsheimilinu Gjábakka í Kópavogi og hefst spilamennska klukkan 19.00