Bridgefélag Rangæinga (16)
Spilað undir eldum! Þann 23 síðastliðinn var haldið fjórða og næstsíðasta aðaltvímenningskvöld félagsins. Séra Halldór hélt messu en ólíkt Jóni forðum náði hann ekki að kveða eldana niður en í staðinn færði hann söfnuðinn til hlýðni. Þeir félagar Halldór og Kristján náðu góðum sigri þetta kvöld og voru vel að honum komnir. Kraftur messunnar var þó það mikill að þeir náðu einnig efsta sætinu í heildarkeppninni og hafa nú tæpt prósent í forskot á næstu menn. Nánari úrslit má sjá hér.
Spennan er orðin gríðarleg fyrir síðasta kvöldið það var því ákveðið að hvíla aðaltvímenninginn og taka upp léttan páskabarómeter næsta þriðjudag. Þetta er fyrst og fremst gert til þess að róa menn og minnka líkurnar á íþróttameiðslum.
Gestir eru meira en velkomnir en þeir eru beðnir um að senda póst á spilastjóra og "allt muligt man" : Sigurdur.S.Ingimarsson"HJÁ"landsbankinn.is og láta vita af þátttöku, sem fyrst.