Bridgefélag Rangæinga (14)
fimmtudagur, 11. mars 2010
Aðaltvímenningur 2. kvöld
Þá er afstaðið 2. kvöld í aðaltvímenningi
Rangæinga. Eins og áður sagði telja 4 bestu af 5 og því er
mótið að verða hálfnað. Töluverð spenna er að myndast þar sem
nokkur pör eru nánast jöfn i fyrstu sætunum og leiða
forustusauðirnir aðeins með broti úr prósenti. Því er ljóst
að lítið má fara úrskeiðis á næstu kvöldum. Nú síðast
sannaðist eitt enn máltækið "þeir síðustu verða fyrstir" því
maggarnir komu síðastir en enduðu efstir og unnu ágætan sigur í
tvímenningnum. En banka-sláturhússtjórinn leiða
heildarkeppnina með naumindum. Nánari úrslit má sjá hér.