Vesturlandsmótið í sveitakeppni um næstu helgi

sunnudagur, 21. febrúar 2010

Vesturlandsmótið í sveitakeppni fer fram á veitingastaðnum B-57 í Borgarnesi helgina 27-28 febrúar. Spilamennska hefst kl. 10.00 báða dagana og fer lengd leikjanna eftir því hversu margar sveitir mæta til leiks en lágmarks spilafjöldi er 120 spil. Þátttökugjald er kr. 20.000,- á sveit og er innifalinn léttur hádegisverður báða dagana og standandi kaffi báða daga ásamt smá meðlæti síðdegis.

Þátttaka tilkinnist til Þórðar Ingólfssonar í s. 862-1794 og thorduring@gmail.com í síðasta lagi fimmtudaginn 25 feb. kl. 22.00

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar