Stórsveitin Vesturlandsmeistarar
sunnudagur, 28. febrúar 2010
Vesturlandsmótið í sveitakeppni fór fram nú um helgina í Borgarnesi. Sjö sveitir mættu til leiks eftir að tvær heltust úr lestinni á síðustu stundu. Stórsveitin varð Vesturlandsmeistari og sveitir Sveinbjörns Eyjólfssonar og Jóns Eyjólfssonar unnu sér einnig rétt til að spila í undanúrslitum Íslandsmótsins. Nýbakaðir meistarar eru Guðmundur Ólafsson, Hallgrímur Rögnvaldsson, Kristján Björn Snorrason og Karl Alfreðsson. Til Hamingju strákar!! Krosstafla