Bridgefélagi Rangæinga
Nú styttist óðum í lok aðalsveitakeppni Bridgefélags
Rangæinga. Næstsíðasta kvöldið fór fram nú réttliðinn
þriðjudag. Þar áttust við þær sveitir sem voru í 1 og 2
sæti. Í fyrstu virtist sem magnúsarnir hefðu loks mætt
ofjörlum sínum þegar steinabræður gáfu út 2000 kall
(velkomnir í "Klúbb 2000") er þeir reyndu 6NTx (einhvern helling
niður). En augljóst er nú að úlfar reyndust í
sauðagæru. Þeir náðu skjótt vopnum sínum og kváðu við "með
fótinn annan fer ég á burt".
Í lokinn varð 2000 kallinn sem dropi í haf. Lokastaða: 21-9,
Sigtryggur vann! Nú hafa magnúsa-steinabræður 10 stiga á
næstu sveit en þær tvær munu mætast í hreinum úrlistaleik
næstkomandi þriðjudag.
Af tvímenning er það helst að þeir nafnar Magnús urðu hæstir eftir
meðferð þeirra á meisturum síðustu ára (jafnvel áratuga).
Nánari úrslit má sjá hér.