Bridgefélag Rangæinga (12)
fimmtudagur, 25. febrúar 2010
Aðalsveitakeppni
lokakvöldSíðasta kvöldið í aðalsveitakeppni Bridgefélags Rangæinga fór fram núna á þriðjudaginn. Eins og flestir vita var staðan fyrir kvöldið sú að maggarnir leiddu með 10 stiga mun og var um úrslitaleik að ræða þar sem þeir öttu kappi við þá sveit sem næst kom. Til þess að vinna aðalsveitakeppnina máttu þeir ekki tapa meira en 11-19.
Það er skemmst frá því að segja að þeir félagar Magnús, Magnús, Bergur og Sigurjón settu á laggirnar Bridge skóla og var aðgangseyrir hafður 500 krónur. Þarna voru menn settir á skólabekk og kennt hvernig fullorðnir spila Bridge. Það væri vægt til orða tekið ef sagt væri að maggarnir hafi unnið! Um algjöra rasskellingu var að ræða og segjast menn aldrei hafa séð til sólar og velta fyrir sér hvort réttast væri að leggja fyrir sig útsaum, en vonast til þess að kennslan skili einhverju.
Það var frábært að sjá spilamennskuna á steinabræðrum og ekki voru maggarnir síðri! Augljóst er að um yfirburða sveit var að ræða og þeir áttu sigurinn sannarlega skilið. Sigtryggur vann ekki.. hann slátraði 25-3. Til hamingju strákar!
Eins og mönnum grunar kannski þá fór tvímenningurinn þannig að Magnús/Magnús sigruðu með töluverðum yfirburðum. Úrslit má sjá hér.