Akureyrarmeistarar í sveitakeppni 2010

þriðjudagur, 9. febrúar 2010

Eftir 5 kvölda baráttu er ljóst hverjir eru Akureyrarmeistarar í sveitakeppni 2010.

Í síðasta leik áttu tvær sveitir möguleika en þær áttu innbyrðisleik og aðeins munaði tveimur stigum. Það fór svo að sveit Stefáns Vilhjálmssonar tapaði 8-22 fyrir sveit Þórólfs Jónasonar sem þar með urðu Akureyrarmeistarar!

Í 3. sæti varð svo sveit Oldboys með Pétur Guðjónsson fyrirliða.

Í sveit Þórólfs léku auk hans Guðmundur Halldórsson, Sigurbjörn Haraldsson og Magnús E. Magnússon og er þeim óskað kærlega til hamingju með árangurinn.

Butlerkóngar eru Bessi og Maggi með +1,73 impa að meðaltali í spili sem er harla gott.

Hér er svo heildarstaðan og butlerinn

Næstu mót eru eins kvölds einmenningur 16.febrúar og svo hefst tveggja kvölda Góutvímenningur. Minnt er einnig á Svæðamót NEy í tvímenningi næstkomandi sunnudag.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar