Aðalsveitakeppni Bridgefélags Hafnarfjarðar-Sveit Maríu Haralds sigraði
þriðjudagur, 16. febrúar 2010
Sveit Maríu Haraldsdóttur sigraði í aðalsveitakeppni
Bridgefélags Hafnarfjarðar með 261 stig. Með henni í sveit spiluðu
Sverrir Þórisson, Jón Guðmar Jónsson og Hermann Friðriksson. Í öðru
sæti var Guðlaugur Sveinsson með 228 stig og Guðlaugur Bessason í
3.sæti með 216 stig. Næsta mánudag hefst fjögurra kvölda
aðaltvímenningur. Spilað í Flatahrauni 3 og hefst spilamennska kl.
19.
Sjá nánar á heimasíðu B. Hafn.