Vetrarstarfið loks að hefjast
þriðjudagur, 12. janúar 2010
Mánudagskvöldið 18. janúar
næstkomandi kl 20:00 í salnum í Miðhvammi er ætlunin að starta
vetrarstarfi Bridgefélagsins á því að bjóða eldri borgurum á Hvammi
sem og öðrum eldri borgurum í spil.Spiluð verður
rúberta.Nánara vetrarstarf verður
auglýst síðar.Minnum á heimasíðuna
okkar:
http://www.bridge.is/felog/nordurland-eystra/bridgefelag-husavikur/
upplýsingar í síma 897-2588
(Hilmar)